top of page

Tónlistarsmekkur er einstaklingsbundinn og jafn hversdagslegt umræðuefni og veðráttan. Fólk hlustar á tónlist hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. 

  •  Tónlist getur aukið námsárangur barna í skóla.

  • Aðstæður geta haft áhrif á hvernig tónlist er metin og ráðast áhrif eftir því.

  • Tónlist binst auðveldlega við minningar og kallar fram tilfinningar.

  • Þegar maður hlustar á tónlist sem maður elskar, t.d uppáhalds lag, þá losar heilinn  endorfín og það veldur fyrir gleði.

  •  Virk þátttaka í tónlist hefur mun sterkari áhrif en óvirk hlustun. Þess vegna hefur það líklega sterkari áhrif að taka barn í fangið og syngja eða að dansa með það í fanginu við tónlist heldur en að láta barnið liggja í vöggunni og hlusta á upptökur af tónlist.

  • Tónlist getur haft áhrif á hvernig við metum skap annarra einstaklinga, ef við hlustum á glaða tónlist þá erum við líklegri til að meta aðra sem glaða og öfugt með leiða tónlist, þótt að einstaklingur hafi sín eigin svipbrigði.

  • Tónlistarsmekkur er mismunandi hjá öllum, sumir elska popp tónlist, sumir rokk, og sumir jazz, en rannsóknir sýndu að fólk sem hlustar á blús er með gott sjálfstraust, skapandi, afslappað, og blítt en það fólk sem hlustar á kántrítónlist er duglegt, iðið og framfærið.

  • Þegar við hreyfum okkur er gott að hlusta á tónlist vegna þess að tónlistin getur kaffært tímabundnum skilaboðum líkamans til heilans um þreytu og því er gott að hlusta á tónlist þegar reynir á líkamann.

  • Að pæla í tónlistinni frekar en að hafa hana bara í bakgrunni getur létt lundina.

  •  Við hlustum á leiða tónlist því hún vekur upp tilfinningar hjá okkur en ekki endilega neikvæðar tilfinningar.

HVAÐA ÁHRIF GETUR TÓNLIST HAFT Á HEILANN OG LÍKAMA EINSTAKLINGS?

bottom of page